13.12.1945
Efri deild: 48. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 644 í B-deild Alþingistíðinda. (621)

4. mál, dýrtíðarvísitala

Frsm. minni hl. (Bernharð Stefánsson):

Það er ef til vill ekki vel gert að minna á það, að ég hef einmitt hér fyrir mörgum dögum vakið athygli á því sama, sem hv. 3. landsk. (HG) gerði nú. Ég hafði bent á, hvað 2. mgr. 1. gr. frv. raunverulega þýddi eftir orðalaginu, en þá þótti sú skýring mín ekki rétt, hvorki hæstv. landbrh. né hv. meiri hl. fjhn., en nú kemur hjá þeim alveg sams konar skýring. Ég vildi sízt með þessu verða til þess að spilla fyrir þessari brtt., sem hv. meiri hl. n. flytur, en vildi aðeins minna á það, að sú rétta skýring á gr. eins og hún hljóðaði varð til þess, að hv. meiri hl. n. þótti nauðsynlegt að breyta orðalaginu á sinni fyrri brtt. á þennan hátt. Þessi skýring er komin frá framsóknarmanni, og verður það þá ef til vill til þess, að þeir falli frá till., og þykir mér það leiðinlegt, en ég sé þó ekki ástæðu til annars en að vekja athygli á þessu, af því að það gæti villt menn í atkvgr., en þessi skýring er komin fram frá manni, sem þessir menn eru ekki vanir að taka mikið tillit til hvað segir, nú á þessu þingi.