02.03.1946
Sameinað þing: 30. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2149 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Ef hv. 3. landsk. hefði hlustað á umr., þá ætti honum að vera það ljóst, að þótt þessar reglur yrðu settar, þá gera þær litla breytingu. Á bannlista yrðu allar vörur, sem greiddar væru með dollurum.

Eins og ég skýrði frá, þá hafa ekki verið settar hömlur á innflutning nauðsynjavöru. Af því að dregizt hefur að gefa út frílistann, verður að setja strangari reglur um innflutninginn. Ég vil heldur láta bíða, þar til vitað er, hvort hægt sé að hafa frjálsan innflutning. Það yrði engin fyrirmynd að hafa annað ástand en hefur ríkt.