11.04.1946
Neðri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (682)

2. mál, eignarnám lóðarréttinda og mannvirkja á Siglufirði

Garðar Þorsteinsson:

Ég vil aðeins benda hv. 10. landsk. á, að það stendur ekki eins á í þessu máli, vegna þess að það er upplýst, að heimildin um eignarnámið var gefin án þess að gerð væri tilraun til samkomulags um kaup á fasteignunum, en í hinu málinu, þá er það sett sem skilyrði í því máli, að fyrst væri reynt samkomulag. Og í því tilfelli, sem þegar var verið að ræða um, byggingu gistihúss í Reykjavík, þá var það sett sem algert skilyrði, að það væri staðbundið.