21.03.1946
Efri deild: 89. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

3. mál, Tunnuverksmiðja á Siglufirði

Bjarni Benediktsson:

Ég hjó eftir því, að hv. frsm. sagði, að staðið hefði á þessum upplýsingum frá stjórn síldarverksmiðja ríkisins. Ég hef aflað mér um þetta upplýsinga, og hvorki stjórnarformaður né framkvæmdastjóri vilja kannast við það, að til þeirra hafi verið leitað, þannig að ég sé ekki, að hér sé öðrum til að dreifa en hæstv. ráðh. Þetta skiptir ekki máli, en úr því að hér er verið að bera sakir á ákveðna aðila, þá er rétt að geta þess, að þeir aðilar, sem hv. frsm. gat um, vilja ekki kannast við, að staðið hafi á sér.