15.03.1946
Efri deild: 85. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

115. mál, tunnusmíði

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir einkennilegt, að þetta mál hefur verið í fjhn., og enn einkennilegra, að þegar þetta mál er til umr. í þessari d., þá skuli enginn úr þeirri n. sitja fund. Líkt mál þessu hefur verið í sjútvn., og mér finnst, að þetta mál ætti einnig að vera þar.

Ég vil spyrja hæstv. ráðh., hvernig hann ætli að framkvæma 1. gr. frv. — Mér finnst það hreinn misskilningur, sem fram kemur í grg, frv. við 2. gr. — Ég vil og spyrja hæstv. ráðh., hvort upplýsingar um rekstur og fyrirkomulag séu þegar fyrir hendi. Ríkið hefur ekki leyfi til að reisa tunnuverksmiðju, fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir og rannsókn hefur farið fram. — Svo vil ég spyrja, hvort þessi fyrirtæki greiði skatta til ríkis og bæja. Það er að verða stórt vandamál, hvernig ýmis fyrirtæki skjóta sér undan að greiða skatta. Ég vil spyrja um þetta, hvort þessi fyrirtæki skuli greiða skatt eða vera skattfrjáls. Að sjálfsögðu vildi ég svo vænta, að fjhn. taki þessar ábendingar til athugunar.