15.03.1946
Efri deild: 85. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (738)

115. mál, tunnusmíði

Atvmrh. (Áki Jakobsson) :

Ég tel raunar óþarft að svara þessari fyrirspurn, þar sem það hlýtur að vera öllum ljóst, að öðru máli gegnir um ríkisfyrirtæki sem þetta en einstaklingsfyrirtæki. Ég skal játa, að óhæfilegt væri, að fyrirtækið borgaði ekki skatt, ef það hrúgaði upp fé, en hér er ætlazt til, að framleiðslan verði seld við kostnaðarverði.