11.03.1946
Neðri deild: 84. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (785)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls gerði ég grein fyrir því, hvers vegna meiri hl. allshn. vildi láta fella niður eignarnámsheimildina í 5. gr. Ég vil nú minnast á það, hvers vegna meiri hl. n. vill ekki hafa þessa heimild.

Það er að vísu svo, að í l. eru settar almennar eignarnámsheimildir, t. d. í vegal. Hins vegar er ekki fordæmi fyrir, að svona heimildir séu gefnar, er reisa á eitt hús, að taka megi hvaða eign sem er eignarnámi. Það er aðallega af principástæðum, að meiri hl. n. vill ekki leyfa svona ákaflega víðtæka eignarnámsheimild. En þegar einhver ákveðinn staður hefur verið valinn, þá vill meiri til., að málið sé tekið til umr. En mælir á móti svona víðtækri heimild.

Ég hef ekki rætt um þetta mál við borgarstjórann í Reykjavík, en ummæli þau, er hæstv. samgmrh. hafði eftir honum, raska ekkert áliti meiri hl. n.

Ég vildi í þessu sambandi benda á aðra eignarnámsheimild, svipaða þessari, en það var um tunnuverksmiðjuna, og var hún felld í þessari hv. deild.