09.04.1946
Neðri deild: 105. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2154 í B-deild Alþingistíðinda. (81)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Atvmrh. (Áki Jakobsson) :

Herra forseti. Það er rétt, að s. l. laugardag barst bréf frá eftirlitsmanni ríkisstj. í Svíþjóð um það, að afhending mundi dragast á vélum til bátanna, og nær það til hinna stærri. 50 tonna bátarnir koma sennilega allir, að einum undanteknum, fyrir síldarvertíð, en aðeins helmingur hinna stærri.

Ríkisstjórnin mun gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að kippa þessu í lag. Þessi dráttur er í alla staði óeðlilegur frá þessum verksmiðjum.