15.04.1946
Efri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (866)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Bjarni Benediktsson:

Frv. þarf hvort sem er að fara til Nd. — Ég held, að síðari brtt. hv. þm. Barð. geti ekki sætt ágreiningi.

Varðandi hina till., þá hefur hæstv. ráðh. misskilið hana. Ég hef gert ráð fyrir, að ef þessir 3 aðilar, sem um ræðir, rækju hótelið, þá yrði ekki stofnað hlutafélag, heldur yrði hlutafélag stofnað, ef einstaklingar legðu fé í fyrirtækið. Einmitt það, sem hæstv. ráðh. tók fram, að ríkið mundi ekki eiga meiri hluta í fyrirtækinu, ætti frekar að sætta menn við að hlíta hlutafélagalögunum.

Ég vil halda fram, að rétt sé að hafa venjulegar takmarkanir á atkvæðisrétti.