12.12.1945
Sameinað þing: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2160 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Sveinbjörn Högnason:

Það er aðeins fyrirspurn um það til hæstv. forseta, hvort meiningin er að halda hér áfram eldhúsumræðum. Ef svo er, erum við reiðubúnir til þess að taka upp umr. Ég vil aðeins undirstrika það, sem hv. þm. Str. benti á, að það er mjög athugavert, að eftir að eldhúsdagsumr. hafa farið fram tvö kvöld, par sem stj. hafði ¾, en stjórnarandstaðan ¼ ræðutímans, þá skuli stj. telja sig til knúða að standa hér upp á Alþ. til þess að moka frá dyrunum þeim óþverra, sem hún hefur hlaðið þar upp. Það sýnir, að stj. finnur, hversu veik hún stendur fyrir. — Ég vil svo ítreka þá fyrirspurn til hæstv. forseta, hvort hér eigi að hefja eldhúsdagsumr. að nýju, því að auðvitað höfum við ekkert á móti því, að þær haldi áfram, ef stj. óskar.