16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 844 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

7. mál, skipakaup ríkisins

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson) :

Á þessum fundi hefur verið útbýtt nál. frá minni hl. fjhn. á þskj. 868. Þar er skýrt frá þeirri óviðeigandi meðferð, sem málið hefur sætt í fjhn.

En ég sé hins vegar ekki ástæðu til að ræða um það frekar en, þar er gert. Nál. þetta hafði ekki komið fyrir við 2. umr. málsins sökum þess, að þá var ekki hægt að fá nauðsynlegar upplýsingar. Þær lágu ekki fyrir, þegar meiri hl. n. ákvað að afgr. málið þaðan, Þá átti ég þess ekki kost að setja breyt. við frv. í nál., en mun nú eftir þær upplýsingar, sem ég hef fengið síðan, flytja eina brtt. við frv., og mun ég koma að henni síðar.

Ég hef fengið í dag nokkrar upplýsingar frá atvmrn. um þá samninga, sem ríkisstj. hefur. gert um smíði á vélskipum hér innanlands. Samkv. þeim. upplýsingum hafa upphaflega verið gerðir samningar um 35 vélskip, og er það í samræmi við það, sem hæstv. atvmrh. sagði hér við 2. umr. En hann gaf þær upplýsingar, að síðan hefði verið stöðvuð bygging 8 skipa af þessum 35, svo að búið er að gera bindandi samninga um 27 skip innanlands, eins og fram kom hjá hæstv. ráðh. Þessir samningar hafa verið gerðir við nokkrar skipasmíðastöðvar hér í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Vestmannaeyjum og tvær stöðvar á Austfjörðum. Skipin eiga að vera 35 smálesta, 55 og 62 smálesta. Segir hér, að ráðgert hafi verið, að 23 skip verði tilbúin árið 1946. En ekki kemur fram í þessum upplýsingum, hvort þessi 8. skip, sem hafa verið afturkölluð, séu í þeirri tölu. Eftir upplýsingum hæstv. ráðh. má skilja sem 23 skip eigi að vera tilbúin 1946, en 4 síðar. — Verðið sem um hefur verið samið við þessar skipasmíðastöðvar, er 265004 kr. fyrir 35 smál. skipin, 423500 kr. fyrir 55 smál. og 477400 fyrir stærstu skipin. Þá er sagt frá verði skipanna með vélum, og virðist verð bátanna vera um 10 þús. kr. á hverja smálest. Við það leggst ýmis aukakostnaður ásamt hækkun á vísitölu. En nú er hins vegar ljóst, að einstakir útvegsmenn kaupa fiskiskip frá Danmörku, og frá því hefur verið skýrt, að eitt þeirra hafi komið til Hafnarfjarðar í gær, sbr. fréttir í blöðum í dag og í útvarpi. Þetta skip er 60–70 rúmlestir að stærð, og verð þess þar á staðnum er um 5–6 þús. kr. rúmlestim. Talið er, að þessi bátur sé í alla staði mjög vandaður og uppfylli allar þær kröfur til skipa, sem notuð eru hér við land. Sýnist því svo nú, að hægt sé að fá ágæt fiskiskip hingað frá Danmörku fyrir helmingi minna verð en það, sem hæstv. ríkisstj. hefur gert samninga um við skipasmíðastöðvar hér á landi, því að verð þeirra skipa verður um 10 þús. kr. pr. rúmlest. Ég held, að það sé álit margra, sem bera skyn á þetta, að illt væri að halda þessari stefnu ríkisstj. áfram, og lítur helzt út fyrir, að þessar skipasmíðar verði baggi á ríkissjóði eða: kaupendum þeim, sem kynnu að kaupa þessa báta hæstv. ríkisstj.

Hæstv. ráðh. upplýsti, að ekki væri enn búið að selja neitt af þessum skipum, og enn þá mun ekki vera ljóst, hvenær þessi skip verða tilbúin.

Það er nú svo, að ekki er mögulegt að rifta eða breyta þeim samningum, sem hæstv. ríkisstj. hefur gert við skipasmíðastöðvar, en ég tel, að Alþ. ætti að gera breytingar á þessu í það horf, að fleiri samningar verði ekki gerðir en þegar er búið.

Ég leyfi mér því að leggja hér fram í þessari hv. d. skriflega brtt., þannig að við 1. gr. frv. bætist: Þó er ekki heimilt að láta smíða fleiri en 27 fiskiskip hér innanlands. — Þessi tala er samkv. upplýsingum hæstv. ráðh.

Ég afhendi svo hæstv. forseta þessa skrifl. brtt. mína.