16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (992)

7. mál, skipakaup ríkisins

Sveinbjörn Högnason:

Ég vildi einungis beina einni fyrirspurn til hv. 2. þm. Reykv. Hann sagði hér áðan, að miklu meiri eftirspurn væri eftir hinum nýju skipum en hægt væri að fullnægja. Nú vil ég spyrja: Hvers vegna var hætt við smíði 8 báta hjá Landssmiðjunni? Var það af því að ríkisstj. vildi ekki unna mönnum að njóta þessara báta? Ég vildi gjarnan fá þetta upplýst, en ef til vill hafa stjórnarsinnar ekki tíma til að svara þessu frekar en að sitja á þingfundum, þótt þeir leitist við að ásaka okkur framsóknarmenn fyrir að tefja þingstörfin. Ég vil fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann komi þessari fyrirspurn áleiðis, þar sem hv. 2. þm. Reykv. virðist ekki sjá sér fært að sitja á þingfundi.