01.10.1946
Efri deild: 9. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (113)

6. mál, lýsisherzluverksmiðja

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég kveð mér hljóðs til þess að beina þeim tilmælum til fjhn., að hún upplýsi fyrir mér og öðrum þm., sem ekki hafa fylgzt með þessu máli, hvers konar undirbúningur hefur verið gerður í þessu máli, og í öðru lagi, hvort nokkuð er afráðið um það, hvar slík lýsisherzluverksmiðja muni verða reist, ef til kemur. Þar sem farið er fram á jafnstóra upphæð og hér hermir, þá finnst mér hlýða, að ég og aðrir þm. eigum fullan rétt á að fá að vita, með hverju við erum að greiða atkv. og til hvers þessum peningum skuli varið, sem farið er fram á, að veittir verði.