30.09.1946
Neðri deild: 8. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

3. mál, sveitarstjórnarkosningar

Bjarni Ásgeirsson:

Ég ætla alls ekki að mótmæla því, að þetta frv. verði samþ., enda var ég samþykkur brbl., sem sett voru.

En hins vegar vil ég vekja athygli þeirrar n., sem kemur til með að fjalla um þetta mál, á því, hvort ekki sé rétt að breyta l. nokkuð. Það hefur komið tvisvar fyrir nú undanfarið, að alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningar hefur borið upp á sama dag. Það er víða þannig háttað, að þetta er varla framkvæmanlegt hvort tveggja sama daginn, þar sem þá þarf allt upp í 6 kjörstjórnir. Mér dettur því í hug, hvort ekki væri rétt að breyta þannig, að sveitarstjórnarkosningar færu fram 1. eða 2. dag júlímánaðar. Ef þetta stendur eins og nú er og ekki yrðu kosningar fyrr en eftir 4 ár, þá rekst þetta aftur á. Ég vildi aðeins henda viðkomandi nefnd á þetta.