26.09.1946
Neðri deild: 3. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í B-deild Alþingistíðinda. (141)

13. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla útlendinga o.fl.

Frsm. (Hallgrímur Benediktsson):

Herra forseti. — Mál það, sem hér er til umr. og til er vitnað í l. nr. 65 11. júní 1938, er aðeins fram komið vegna þeirra breyttu aðstæðna, sem komið hafa fram hér í atvinnulífi okkar. Það hefur sem sé komið fram, að það eru mjög margir útlendingar, sem hafa sótt atvinnu hingað nú á þessum árum, og þess vegna hefur hæstv. fjmrh. talið nauðsyn á að samræma þær gr. frv., einmitt vegna hinna breyttu aðstæðna.

Ég tel ekki þörf á því að gefa frekari skýringar í sambandi við þetta frv. til l. um breyt. og viðauka við l. nr. 65 11. júní 1938, um skatt- og útsvarsgreiðslu útlendinga o.fl., því að það er svo greinilega fram tekið hér í þskj. sjálfu. Ég vildi aðeins geta þess, að það voru aðeins þrír nm. í fjhn., sem höfðu mál þetta til meðferðar, af þeim ástæðum, að fundarboðum varð ekki komið til tveggja nm. En þeir þrír nm., sem mættir voru á fundinum, voru sammála um, að þessar breyt. væru nauðsynlegar, og tel ég ekki ástæðu til að ræða þetta meira að svo komnu, en legg málið fyrir hv. d.