03.10.1946
Efri deild: 10. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (154)

13. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla útlendinga o.fl.

Jóhann Jósefsson:

Ég vil þakka hæstv. ráðh, fyrir það, að hann vill láta gera athugun á þessu. Mér finnst alveg tímabært, þegar tekið er tillit til þess kostnaðar, sem það hefur í för með sér að sækja þær skemmtanir, sem hér um ræðir, að þetta sé tekið til athugunar. Það er rétt, að fáir eða engir af þessum mönnum dvelja hér í 3 mánuði, en nú rekur hver heimsóknin aðra, — og er ekki nema gott eitt um það að segja, — og stendur það máske í sambandi við þann orðróm, sem fer af ríkidæmi manna hér á landi.

Mér er sagt, að í einni stórborg hafi frægur listamaður unnið sér inn mörg þúsund krónur, en meira en helmingurinn af því var tekinn í skatta, og þetta var maður, sem var á yfirferð, en átti ekki heima á staðnum. Ég get ekkert fullyrt um þetta, en þykist vita, að hæstv. fjmrh. geti fengið upplýsingar um, hvað venjulegt er að gera í þessu efni. Með tilliti til okkar eigin þegna, þegar þeir eru á ferð erlendis, þá er það vitaskuld svo, að í margmenni stóru landanna ber náttúrlega miklu minna á því, þótt íslenzkur listamaður komi þar fram, en hér ber á hinum fokdýru listamönnum, sel hafa sótt þetta land heim síðan ófriðnum lauk.