08.10.1946
Efri deild: 12. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (167)

13. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla útlendinga o.fl.

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Ég skal gjarnan nú þegar biðja skattstjóra um að reyna að afla sér frekari upplýsinga um þetta atriði, eins fljótt og auðið er. Hv. þm., sem nú settist niður, er sjálfur í ríkisskattan., og hefur hann því vegna stöðu sinnar einnig aðstöðu til að láta rannsaka málið, og honum stendur opið hvenær sem er að bera fram nýtt frv. um viðauka við l. um þetta efni. Og það er nokkurn veginn augljóst, að það hefur enga fjárhagslega þýðingu, þó að beðið verði með lagasetningu í þessu efni, þar til í næsta mánuði, því að ekki eru líkur til, að fleiri slíkir gestir sem hér er um að ræða komi hingað til lands, það sem eftir er ársins, því að yfirleitt koma þeir ekki yfir vetrarmánuðina hingað, en aftur á móti vinnst þá tími til að rannsaka málið til fulls. — Ég vona, að hv. þm. telji þetta nóg.