08.10.1946
Neðri deild: 13. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (191)

2. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Pétur Ottesen:

Það hefur þó unnizt við þær umr., sem ég og fleiri hafa hreyft gegn orðalagi þessarar gr., að fallizt hefur verið á að láta þetta alveg fráleita orðalag í niðurlagi gr. falla niður, og er gott til þess að vita, að þeir, sem að því stóðu að orða þetta svo, láta þetta nú niður falla. Hins vegar get ég ekki fallizt á það sem endanlega afgreiðslu þessa máls að láta þetta standa svo opið um þennan rétt „fyrst um sinn“, því að það er mjög teygjanlegt, og held ég því fast við brtt. mína um það, að í stað „fyrst um sinn, þar til samningum er lokið“ komi: til 31. desember 1946.