26.09.1946
Efri deild: 3. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

4. mál, rannsóknarstofnun í búfjármeinafræði

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. – Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er samhljóða bráðabirgðal., sem gefin voru út 4. júní s.l. Ástæðan til, að þessi brtt. voru gefin út, var tekið fram af hæstv. ráðh. við 1. umr. þessa máls, og þarf ég ekki að endurtaka það. Menntmn. hefur nú haldið fund um þetta mál og afgr. það, eins og sést á nál. á þskj. 26. N. fellst að sjálfsögðu á þá meginástæðu, sem til þess liggur, að bráðabirgðal. voru gefin út, að ekki var vert að hafna einnar millj. kr. gjöf, en það virðist vera skilyrði fyrir, að gjöfin verði afhent, að þessi tilraunastöð eða rannsóknarstöð sé undir Háskóla Íslands. Á hinn bóginn komu fram raddir um það við 1. umr. málsins, að með þessum bráðabirgðal. væri stofnanir að Keldum slitin meira en ætti að vera úr tengslum við landbúnaðinn, og n. vildi koma til móts við þessa skoðun og gera till. um lagfæringu á því, að því leyti sem það gæti verið í samræmi við tilgang bráðabirgðal. og frv. N. ber því fram eina brtt. við frv., sem er þannig:

Á eftir orðunum „að fengnum tillögum forstöðumanns“ komi: og í samráði við tilraunaráð búfjárræktar (sbr. lög nr. 64 7. maí 1940).

Hvort þetta þykir nægilegt, skal ég ekki segja, og ég segi fyrir mig, að ég vildi sízt af öllu hindra, að þessi stofnun á Keldum væri í sem allra nánustu samstarfi við annað vísindastarf í þágu landbúnaðarins, og gæti vel fallizt á að taka þessa hlið málsins til athugunar á ný, t.d. milli umr., ef unnt sýndist að ganga lengra í þá átt en n. hefur gert, þannig þó, að höfuðtilgangi bráðabirgðal. og frv. yrði ekki með því raskað. Ég skal ekki segja, hvernig n. lítur á það mál. Nú liggur ekki fyrir frá henni nema þessi eina brtt., sem prentuð er með nál.