30.09.1946
Efri deild: 8. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (226)

4. mál, rannsóknarstofnun í búfjármeinafræði

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Gert er ráð fyrir, að einn dýralæknir vinni við stofnunina og einn annar sérfræðingur. Annars er ekki gott að ákveða bindandi tölu starfsmanna, áður en stofnunin tekur til starfa. Ég dæmi ekki um, hvort varhugavert er að gefa frjálsar hendur um starfsmannafjölda, en ef það er misnotað, þá hefur löggjafarvaldið tækifæri til að takmarka starfsmannafjöldann síðar meir. Má því vel vera, að ástæða væri til að setja þrengri takmarkanir, en að óreyndu tel ég það óþarft.