25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Forsrh. (Ólafur Thors):

Ég tel ástæðulaust að fara að rökræða ýtarlega það, sem hér hefur komið fram, síðan ég talaði síðast. Mín skoðun um það, sem máli skiptir, liggur fyrir í frumræðum mínum. Annað, sem fram hefur komið, tel ég ekki skipta máli, og er sumt af því út í hött, og tel ég ekki ástæðu til að tefja þingið með því að ræða það. Út af till. hv. 3. landsk. vil ég aðeins taka þetta fram: Ríkisstj. mun eins fljótt og auðið er hefja umr. við stjórn Bandaríkjanna um fullnægingu og niðurfellingu herverndarsamningsins frá 1941 og tilkynna Alþ. árangur þeirra viðræðna, er það kemur aftur saman. Ég tel því óeðlilegt að tefja umr. frekar og legg til, að till. hv. 3. landsk. verði felld. Um till. hv. þm. Borgf. get ég sagt það, að ég skil hans sjónarmið, þó að ég geti ekki fallizt á það.