25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (306)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Jörundur Brynjólfsson:

Þar sem þessi till. er stíluð sem brtt. við till. stj., skilst mér óhjákvæmilegt að bera fyrri hluta brtt. upp, því að hún skiptir höfuðmáli. Síðari málsgr. má hins vegar bera upp sérstaklega, hvort sem væri við till. stj. eða brtt. n. En ég held, að sakir eðli, atkvgr. færi bezt á að bera upp fyrri málsgr. fyrst. Hvort hæstv. forsrh. tekur svo síðari málsgr. strax eða ekki, skiptir minna máli. Þó tel ég eðlilegast, að hún sé ekki borin upp fyrr en á eftir brtt. n. Að henni felldri kæmi til atkvgr. um sjálfa till. stj., og að lokum mætti svo bera upp síðari hluta till. á þskj. 9, sem kæmi þá sem viðaukatill.