25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Hallgrímur Benediktsson:

Herra forseti. — Með tilvísun til ræðu hv. þm. Snæf. og enn fremur með tilvísun til nál. hv. utanrmn. á þskj, þar sem meðal annars orðrétt segir, með leyfi hæstv. forseta: „Og leggur n. þann skilning í ákvæði 43. gr., að enga slíka kvöð sé unnt að leggja á íslenzka ríkið nema að fengnu samþykki þess sjálfs. Íslendingar eru andvígir herstöðvum í landi sínu, og munu beita sér gegn því, að þær verði leyfðar“, — með tilvísun til þessara tveggja atriða álít ég brtt. á þskj. 9 óþarfa og segi því nei.