25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Jóhann Hafstein:

Ég get ekki fallizt á þann skilning, sem kom fram í ræðu hv. 1. þm. Eyf., að þeir, sem væru á móti herstöðvum, gætu ekki verið á móti þessari till. Ég er algerlega andvígur herstöðvum hér á landi, og með tilvísun til þeirrar yfirlýsingar, sem hæstv. forsrh. hefur gefið, og einnig með tilliti til hins, hvernig þessi till. er fram komin í sambandi við óskylt mál og þannig til óþurftar, segi ég nei.