25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. — Nú er búið að fella hér á hv. Alþ. till. um það, að skilyrði verði sett í sambandi við inntökubeiðni Íslands í bandalag hinna sameinuðu þjóða til tryggingar því, að Ísland þurfi ekki að láta í té hernaðarbækistöðvar fyrir erlendan her hér. Þegar málinu er svo komið, tel ég fyrirvara þann, sem birtur er í nál. utanrmn., orðinn lítils virði. Af þeim ástæðum get ég ekki fylgt þessu máli, eins og það liggur fyrir nú, og segi því nei.