25.07.1946
Sameinað þing: 5. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (342)

9. mál, samþykki til frestunar á fundum Alþingis

Steingrímur Steinþórsson:

Herra forseti. — Ég á hér ásamt hv. þm. Mýr. brtt. á þskj. 12 við þessa till. á þskj. 10, sem hæstv. forsrh. var að mæla fyrir. Ég skal ekki lengja umr. um þetta, en vil geta þess, að þessi brtt. er um það, að þinginu verði frestað aðeins til 10. september. Þessi till. okkar er fram borin fyrst og fremst með tilliti til frv., sem ég ásamt þremur öðrum þm. flyt í Nd. á þskj. 8, þar sem lagt er til, að breytt verði l. um verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. í þá átt, að verðlagningarvaldið á landbúnaðarvörum verði afhent stéttarsambandi bænda á næsta verðlagsári, sem hefst 15. sept. n.k. Ég skal ekki fara að ræða þetta mál, enda ekki rétt að gera það, þar sem frv. liggur ekki fyrir til umr., en ég vil í þessu sambandi benda á það, að við flm. lítum svo á, að það sé sjálfsagt, að stéttarsamband bænda fái þetta vald í sinar hendur á næsta verðlagsári. Og úr því að hið lúna Alþ. var kvatt saman á þessum tíma, töldum við sjálfsagt, að þessu máli væri hreyft, enda lögð fram mörg brbl., og töldum við víst, að starfað yrði í deildum. En þar sem þessi háttur hefur verið á hafður, að fresta þinginu, sjáum við ekki aðra leið færa en að þingið afgreiði þetta áður en verðlagsárið hefst, 15. sept., og mætti það vel takast, ef þingið væri kvatt saman 28. sept. í stað 28. sept. Ég lít svo á af reynslunni, að ekki muni veita af þeim tíma til áramóta til að ljúka störfum þingsins, og að það sé nokkur vafi á, að það sé heppilegt, að jólahelgin falli inn í þingið og þurfi að hefja það aftur eftir áramót, eins og tíðkast hefur. Virðist mér því fleiri rök hníga að því, að þingi þessu verði ekki frestað til lengri tíma og hið reglulega Alþingi geti þá hafizt fyrr en 1. október, eins og mun vera tilætlunin nú með þessari till. hæstv. forsrh.

Ég vil geta þess í þessu sambandi, út af stéttarsambandi bænda, að nú á morgun verða talin atkvæði, sem bændur um land allt hafa greitt um nokkra deilu, sem varð um það, hvernig skipulagi sambandsins skyldi varið. Það er fullur vilji okkar, sem að þessu frv. stöndum, og þori ég að fullyrða, að það er einnig vilji bændastéttarinnar yfirleitt. að sú deila verði ekki látin hindra, að það, sem þar verður ofan á, ráði og stéttarsambandið starfi með auknum krafti á þeim grundvelli, sem atkvgr. segir til um. Við erum ákveðnir í því að styðja að stéttarsambandinu og efla það, hvað sem ofan á verður um þá atkvgr.

Þetta taldi ég rétt, að kæmi fram nú, og leyfi ég mér fyrir hönd flm. að leggja fram þessa brtt., sem ég hef nú lýst, en vil að öðru leyti ekki ræða þetta deilumál, sem hefur verið á Alþingi fyrr og á vafalaust eftir að verða það síðar, nánar nú, nema frekara tilefni kynni að gefast til þess.