30.09.1946
Efri deild: 8. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

5. mál, landssmiðjan

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Nefndin hefur athugað málið og leggur til, að frv. verði samþ. Spurt hefur verið um rökstuðning fyrir þörf landssmiðjunnar til efniskaupa, og sendi ég forstjóra landssmiðjunna erindi og bað hann um upplýsingar, en þær liggja ekki fyrir nú, en verða væntanlega fyrirliggjandi við 3. umræðu. Nefndin leggur því til., að frumvarpið verði samþ. eins og það liggur fyrir.