01.10.1946
Efri deild: 9. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

5. mál, landssmiðjan

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. — Við 2. umr. lýsti ég yfir því, að þær upplýsingar, sem fjhn. hefur farið fram á varðandi þörf landssmiðjunnar á því rekstrarfé, sem um ræðir í frv., mundi ég gefa við 3. umr., svo framarlega sem ég hefði fengið þær upplýsingar í hendur. Ég hef nú hér í höndunum bréf frá landssmiðjunni, dags. 1. okt., þar sem forstjóri hennar lætur n. í té eftirfarandi upplýsingar:

„Með tilvísun til bréfs yðar, hr. formaður fjhn.

Ed. Alþ., dags. 27. f. m., Ieyfum vér oss að gefa yður eftirfarandi upplýsingar. — Í sambandi við vélbátasmíðar höfum vér fest fé sem hér segir:

Í skipasmíðastöð ca. .... kr. 900000.00

— eik í 7 báta ca…………–490000.00

— vindum í 11 báta ….. —264000.00

— hjálparvélum í 7 báta .. —63000.00

— ýmislegu efni ca. ..... — 350000.00

Samtals kr. 2067000.00

Auk þess höfum vér gert samninga við 10 skipasmíðanema, sem vér erum skuldbundnir til að hafa 4 ár við nám, og nemur kostnaður við það allverulegri upphæð.

Vér vonum, að ofangreindar upplýsingar reynist fullnægjandi.“

Þetta eru þær upplýsingar, sem landssmiðjan hefur látið í té að gefnu tilefni frá fjhn. Þess var getið í samtali við mig, að þessar upplýsingar, eins og gengið er frá þeim, bæri að skoða sem bráðabirgðaupplýsingar frá landssmiðjunni um þetta efni, og frekari rökstuðningur hvers atriðis út af fyrir sig yrði þess vegna að bíða þar til síðar, ef óskað væri. Ég taldi mér skylt að tjá hv. d. þessa skýrslu, eins og hún liggur fyrir, samkv. því, sem fram fór í fjhn., og því loforði, sem ég gaf við 2. umr. málsins. Vænti ég svo, að allir hlutaðeigendur geti fallizt á, að þessar upplýsingar séu gefnar á þann veg, sem þær eru tilkomnar og hér afhentar.