26.09.1946
Neðri deild: 3. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

6. mál, lýsisherzluverksmiðja

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti. — Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er til staðfestingar á brbl., sem sett voru af ríkisstj. og byggð eru á l. um síldarverksmiðjur ríkisins, þar sem lagt er fyrir ríkisstj. í 1. gr. þeirra l. að byggja verksmiðju til herzlu síldarlýsis, þegar rannsókn sýni, að það sé tímabært. N. hefur ekki neinar ástæður til að gera aths. við þetta frv. og hefur lagt til einróma, að það verði samþ. Það skal tekið fram, að aðeins voru 4 nm. á fundinum, hv. þm. V.-Ísf. var fjarstaddur. — N. leggur sem sé til, að frv. verði samþ.