19.05.1947
Efri deild: 136. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

238. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Gísli Jónsson:

Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir þessar upplýsingar og velvild hans í garð tónlistarinnar. Ég sé þó ekki ástæðu til annars en halda fram þessari hugmynd, sem ég lýsti áðan, og vil vænta þess, að menntmn. athugi mjög hvort ekki er hægt að tryggja þessari starfsemi meira fé, ekki eingöngu tónlistarstarfsemi þeirri, sem fer fram í Reykjavík, heldur um allt landið, m. a. á Akureyri, því að þar er tónlistarskóli og tónlistarfélag. Ég vænti þess, að n. taki til athugunar, að 5–10% af skemmtanaskattinum renni þangað. Vil ég ekki tefja þetta mál, en mun bera fram brtt., ef n. sér sér ekki fært að taka þetta atriði upp.