19.05.1947
Efri deild: 136. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í B-deild Alþingistíðinda. (1011)

238. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Forseti (ÞÞ) :

Umr. er nú lokið. En þar sem skjöl í þessu máli eru ekki komin úr prentsmiðju og eru, eftir því sem mér er tjáð á stundinni, í prentun, þá sé ég mér ekki fært, þar sem líka andmæli hafa komið fram, að ljúka þessu máli nú með atkvgr. Sama er um 4. málið á dagskr. Þar af leiðandi verður atkvgr. frestað. Verða þá 1., 4., 5. og 6. mál tekin út af dagskrá, og er þá dagskrá tæmd, en ég vil biðja hv. dm., af því að svo lítið er að gera í d., að nota nú þennan tíma, eftir því sem fært er, til nefndarstarfa, svo að hægt sé að ljúka á morgun sem flestum málum.