25.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (1022)

238. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins benda hv. dm. á, hve mikil sanngirni var í ræðu hv. 3. landsk. Hann lýsir því yfir, að þetta hús í Bíldudal eigi ekki að fá neitt af þessu fé, af því að það sé reist af Sjálfstfl. Og ég veit ekki, hvað er til þess að drepa mál yfirleitt, ef það er ekki svona framkoma eins og hjá þessum hv. þm.

Annars hélt ég, að stjórnin hefði svo mikið fylgi, m. a. frá hv. 3. landsk., að það mundi ekki vera svo mikil hætta fyrir mál, sem hún beitti sér fyrir, þó að borin væri fram brtt. við það, og það þyrfti að fara til annarrar d., þannig að það væri þá í lífshættu.