22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

239. mál, þjóðleikhús

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins gera stuttlega grein fyrir því, hvers vegna ég skrifaði með fyrirvara undir nál. og þær breyt., sem hv. frsm. hefur nú gert grein fyrir.

Um 1. brtt. er það að segja, að ég álít að hún í sjálfu sér hafi ekki mikið að segja. Ég hygg, að eðlilegast sé, að þjóðleikhúsið sé ríkisstofnun og eigi að vera það. Þess vegna hefði ekki þurft að taka það fram. 2. brtt., við 3. gr., um það, að menntmrh. skuli ráða þjóðleikhússtjóra og skrifstofustjóra, get ég fallizt á og sömuleiðis 3. brtt., við 7. gr. frv. En ég er andvígur 4. brtt., við 12. gr. frv., þar sem bæta á ákvæðum aftan við greinina. Það eru skiptar skoðanir um. hvort ekki muni um of lagt á þann tekjustofn, sem þjóðleikhúsið hefur, með því að láta það greiða þann rekstrarhalla, sem á því kann að verða. Það mun vera almenn skoðun, að viðhald á byggingunni verði allmikið. og verður með því höggvið æði mikið skarð í tekjur þess. Þá finnst mér einnig. að ríkissjóður eigi að bera nokkra ábyrgð á rekstrinum. þar sem ætlazt er til, að það sé ríkisstofnun. og virðist mér því, að ákvæði þau. sem n. vill láta bæta aftan við 12. gr., eigi ekki heima í frumvarpinu.