22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (1067)

239. mál, þjóðleikhús

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég vil þakka hv. menntmn. fyrir skjóta afgreiðslu og ég get að flestu leyti fallizt á brtt. þær, sem hún hefur gert við frv. Ég sé að einn nm. hefur fyrirvara um brtt., en hygg, að ekki sé mikill ágreiningur um þær innan n. Ég hygg að ekki komi til mála annað en þjóðleikhúsið verði ríkisstofnun, og hafi ríkið hönd í bagga með rekstri þess. Annars er eins og sakir standa, fullerfitt að sjá, hvernig fer um rekstur þess, en ég hygg þó, að sómasamlega sé frá tekjum þess gengið, a. m. k. að einu leyti, þar sem því eru tryggð 40%, af skemmtanaskattinum. Ég sé þá ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta, en vona, að hv. þd. sjái sér fært að samþykkja frv., eins og frá því er gengið af n.