28.10.1946
Efri deild: 5. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

23. mál, gjaldaviðauki 1947

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er um framlengingu á l., sem giltu um þetta efni og sett voru á þinginu 1945 og framlengd á síðasta þingi, en falla úr gildi um næstu áramót. það þarf ekki á það að benda, að ríkissjóði mun ekki síður verða þörf á þessum tekjum núna á næstunni, en undanfarin ár, og ætti því ekki að þurfa að fara um þetta fleiri orðum. Frv. er óbreytt að öðru leyti en því, að í þeim l., sem gilt hafa hingað til, nær heimildin aðeins til I.— VI. kafla laganna, en í þessu frv. er gert ráð fyrir, að heimilt sé að innheimta með viðauka allar tekjur ríkissjóðs samkv. aukatekjulögunum frá 1921. — Vildi ég svo gera að till. minni, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjhn. til athugunar.