23.05.1947
Efri deild: 143. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1043 í B-deild Alþingistíðinda. (1098)

250. mál, ríkisreikningurinn 1943

Frsm. (Pétur Magnússon) :

Hv. 1. þm. N-M. þarf ekki að spyrja að þessu. Hann veit það. Ástæðan er sú, að hin umboðslega endurskoðun er svo langt á eftir tímanum. Úr þessu er ekki hægt að bæta, vegna þess að það vantar húsnæði. Þótt fjmrn. vildi bæta við mönnum. mundi vera ómögulegt að hafa endurskoðunina nema í námunda við ríkisbókhaldið eins og gefur að skilja. Þetta var upplýst á síðasta þingi og hefur verið upplýst ár eftir ár. Ég held, að það lagist með húsnæði, þegar nýbyggingin við Arnarhvol kemur til afnota, og þá ætti að verða úr þessu bætt, en það tekur tíma að vinna þetta upp.