30.10.1946
Efri deild: 6. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í B-deild Alþingistíðinda. (114)

23. mál, gjaldaviðauki 1947

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil ekki mæla á móti því, að frv. nái fram að ganga, og viðurkenni kosti frv., en ég vildi aðeins spyrja form. n., hvort n. hafi athugað, hve miklu munar inntaka hinna nýju kafla (6.–8.). Aukatekjurnar árið 1946 námu 1.100.000 kr., en eru áætlaðar 1947 1.600.000 kr., og vildi ég vita, hvort þessar 500.000 kr. séu hækkun á þessum eina lið og hvort n. hafi athugað þetta. Ég hygg annars, að 6. kafli felist í núgildandi l. En hvað viðvíkur 8. kafla, þá fer hann inn á mjög víðtæk og margvísleg gjöld. T.d. munu felast í honum stimpilgjöld og gjöld af öllum farmskírteinum, skipagjöld o.fl. Ég vildi gjarnan vita, hversu miklar tekjur eru væntanlegar af þessu, og vænti upplýsinga um þetta frá n.