14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1086 í B-deild Alþingistíðinda. (1159)

214. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl.

Sigurður Guðnason:

Ég vildi aðeins gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls, að ég er ekki ánægður með álit meiri hl. landbn. Eins og þetta mál liggur fyrir, hefur það verið deiluatriði milli þeirra manna, sem hagsmuna eiga að gæta fyrir bændur. Það er talað um þrjá aðila. Eftir allt saman lítur út fyrir, að bændur sjálfir geti ekki komið sér saman um, hvernig skuli leysa þessi mál. Málið er ekki undirbúið, og þeir, sem það tekur til, neytendurnir, telja frágang þess algerlega óviðunandi. Ég mun því, vegna þess að ég held að, afgreiðsla málsins sé ekki til neinna bóta, fylgja till. hv. þm. A-Húnv. um að vísa málinu frá fyrst um sinn.