14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

214. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl.

Frsm. meiri hl. (Jón Sigurðsson):

Menn sitja hér á friðarstólum, svo að ég sé ekki ástæðu til að fara út í rökræðu, enda þótt það gæfist lítils háttar tilefni. En út af því, sem fram kom hjá borgarstjóranum í Reykjavík, þm. Snæf., þá lít ég svo á, að hann sé með mjög veigamikla brtt., svo að ég álít, að hún mundi raska mjög því skipulagi, sem frv. er byggt á, og vildi ég óska þess, að hann vildi ganga inn á að gefa n. tóm og tækifæri til þess að ræða við hann um þessa till. Ef til vill mundi n. þá draga til baka 11. brtt. sína.