19.05.1947
Neðri deild: 132. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1091 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

214. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl.

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Á þskj. 867 flyt ég með þremur öðrum hv. þm. 4 brtt., sem ég gerði grein fyrir við 2. umr., og sé ég því ekki ástæðu til að rekja þær hér: Ég vil þakka hv. landbn., að hún hefur gengið inn á 1., 3. og 4. brtt., en hins vegar hefur n. ekki getað fallizt á 2. brtt., sem er varðandi undanþágu fyrir mjólkurbú, sem bæjarfélög reka eða eru þátttakendur í. Ég skal ekki endurtaka rök viðvíkjandi þessu, en hér er um óþarfa ótta að ræða hjá hv. n., að slík till. yrði til að sprengja mjólkurskipulagið. Það er heimilt að veita leyfi til að selja mjólkina beint til neytenda, en þeir framleiðendur, sem það gera, eiga að greiða verðjöfnunargjald. Það, sem brtt. okkar fer fram á, er að bæjarfélögum sé tryggður slíkur réttur. Það, sem fyrst vakir fyrir okkur er, að ef bæjarfélag rekur mjólkurbú, þá komi ekki til mála að blanda saman framleiðslu þess við aðra mjólk, og mér virðist kenna óþarfa ótta að þessi till. sprengi mjólkurfyrirkomulagið. Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um það mál.

Við 2. umr. gat ég þess, að það spáði ekki góðu, að þeim sérfræðing, sem á að hafa eftirlit um gæði mjólkur, hefði verið sagt upp starfi sínu við mjólkursamsöluna, og þetta hefur hæstv. heilbrmrh. gert. Hæstv. ráðh. var ekki viðstaddur hér þá, en fann köllun hjá sér til að andmæla þessu daginn eftir. Þessi andmæli voru svo rakin í Tímanum, og segir þar, að það sé misskilningur, að Sigurður Péturssyni gerlafræðingi hafi varið vikið frá atvinnudeild háskólans, en því heldur enginn fram, heldur hinu, að honum hafi verið vikið frá sem mjólkureftirlitsmanni, en hæstv. ráðh. segja, að þetta aukastarf sé fallið niður. Það er vissulega ástæða til að rekja þetta hér, því að þessi frávikning er ef til vill ekki eins sakleysisleg og menn gætu haldið. Þessi gerlafræðingur, Sigurður Pétursson, hefur starfað 12 ár sem gerlafræðingur, fyrst 10 ár hjá mjólkursamsölunni. Allt þetta langa starf hefur orðið til lítils, vegna þess að athuganir hans fengu ekki náð fyrir augum stjórnar samsölunnar, og sagði hún Sigurði Péturssyni upp árið 1945 í mótmælaskyni, vegna þess að samsalan þverskallaðist við réttmætum aðfinnslum gerlafræðingsins. En fyrrv. heilbrrh., borgarstjóri og héraðslæknir töldu. að þetta starf yrði að halda áfram, og nóv. 1945 var Sig. Pétursson aftur skipaður til að hafa daglegt eftirlit með mjólk hér. Þetta starf var síðan framkvæmt af Sigurði Péturssyni í samráði við héraðslækni. En í maíbyrjun fær Sigurður Pétursson bréf, þar sem honum er sagt upp þessu starfi frá. 30. apríl og tilkynnt, að starfið falli niður. Nú sýnist furðulegt, að manni, sem unnið hefur við mjólkureftirlit í 12 ár og engar sakir hafa á sannazt, að honum sé vikið frá fyrirvaralaust. Í öðru lagi er það undarlegt að skipa annan mann í hans stað án þess að nefna það hið minnsta við ráðamenn þessa, bæjar, en eins og vitað er, borgar Reykjavíkurbær nokkurn hluta af kostnaði við þessa starfsemi. Það hefði að minnsta kosti verið kurteisi af hæstv. ráðh. að láta bæjaryfirvöldin vita um þessa, breytingu. Þá segir hæstv. ráðh., að mjólkurreglugerðin geri ráð fyrir, að þetta embætti skuli vera fellt niður. Þetta er alger misskilningur. Tilgangurinn var að festa eftirlitið með reglugerð, en ekki að afnema starf Sigurðar Péturssonar. Sigurður Pétursson bauðst til að halda þessu starfi áfram fyrir 350 kr. grunnlaun á mánuði og mælti landlæknir með, að hann héldi starfi sínu áfram, en hæstv. ráðh. hefur skipað annan til starfans án þess að hafa samráð við landlækni. Nú vill svo til, að etn röksemdin. sem hæstv. ráðh. færði fram í ræðu sinni, var að hann hefði orðið við tilmælum Húsmæðrafélags Reykjavíkur í þessu efni. Húsmæðrafélagið hefur borið fram ýmsar óskir um bætt skipulag í mjólkurmálunum, en Framsfl. hefur þverskallazt við þeim. Og svo þykist hæstv. ráðh. hafa orðið að fara að tilmælum húsmæðrafélagsins. En ég vil fullyrða, að engin slík tilmæli hafa komið fram. Um kostnaðarhlið þessa máls mun ég ekki ræða, enda er hún ekkert aðalatriði.

Ég vil taka það fram, að þessi ummæli mín mega ekki skoðast þannig, að ég vantreysti hinum nýja manni, sem við starfinu tekur, og vona ég, að hann verði nytsamur í starfi sínu. En ég vil nota tækifærið og votta Sigurði Péturssyni þakklæti mitt fyrir starf hans, þótt ekki hafi hann getað áorkað miklu vegna stífni og þvermóðsku ráðamanna mjólkursamsölunnar. Ég vildi að þetta kæmi hér fram, vegna þess að mér virtist gæta misskilnings hjá hæstv. ráðherra. Þessi ráðstöfun, að víkja Sigurði Péturssyni frá, er óþörf, óheppileg og ómakleg, og hefur þar sennilega ráðið margra ára sviði undan aðfinnslum hans.