22.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1253)

255. mál, eignakönnun

Páll Zóphóníasson:

Ég mun ekki taka mikinn þátt í umr. um þetta mál. En ég vildi nefna það, hvort ekki væri rétt að athuga að breyta fyrirsögn frv. og kalla það frv. um lögleg skattsvik og verðlauna þá, sem undanfarin ár hafa svikið skatt. Þetta er efni frv. Það eru búin til sérstök l., sem ákveða, hvernig menn eigi að komast hjá að greiða skatt samkv. l. Og þess vegna er rétt nefnilega að kalla það frv. til l. um lögvernduð skattsvik. Ég vildi biðja hv. n. að athuga þetta, en mun annars ekki láta málið til mín taka. Það kann að vera vel að láta menn, sem sviku 60 þús. kr. undan skatti, sleppa með 15 þús. kr. Gott að láta þá sleppa svo. Mig undrar það ekki neitt. En ég mun yfirleitt láta málið afskiptalaust.