28.11.1946
Neðri deild: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í B-deild Alþingistíðinda. (1302)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Eins og hv. þd. sér, er með þessu frv. felld niður tímatakmörkun, sem er í l. um gjaldeyrismeðferð. Persónulega verð ég að segja, að ég sé enga ástæðu til að amast við slíku, því að þ. þarf ekki að setja nein l. til þess að passa upp á sjálft sig. Það hefur orðið samkomulag um það hjá meiri hluta fjhn. að halda áfram að takmarka gildi þessara l. og bera upp till. um, að l. þessi falli úr gildi, ekki 1. des., eins og nú er, heldur 1. febr. 1947. Þetta er miðað við það, að stjórnarmyndun er ekki lokið og hætt við, að mikil störf bíði hinnar væntanlegu, nýju stjórnar, og hætt við, að henni ynnist ekki tími til endurskoðunar slíkrar löggjafar. Ég legg ekki fram þessa brtt. við þessa umr., því að þá þyrfti að endurprenta frv. milli umr. Hefur forseti óskað, að 3. umr. fari fram í dag, nú þegar, og færi því bezt á því að leggja till. ekki fram fyrr en við 3. umr.