29.11.1946
Efri deild: 23. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1223 í B-deild Alþingistíðinda. (1323)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. Þetta frv. er borið fram af fjhn., Nd., og hæstv. ráðh. bar fram þau tilmæli, að málinu yrði ekki vísað til n. og afgreitt helzt í dag. Sem fulltrúi Alþfl. í fjhn. vildi ég taka fram, að vel má verða við þessum tilmælum hæstv. ráðh., og liggja til þess tvær orsakir. Í fyrsta lagi, að málið er svo einfalt, að af þeim ástæðum er ekki ástæða til að tefja það, og í öðru lagi, að nú standa yfir samningar um myndun ríkisstj., og verða þessi mál vafalaust tekin þar til rækilegrar meðferðar. Tel ég því ekki rétt að gera breytingar neinar á lögunum nú, en þær munu verða gerðar í samningunum um stjórnarmyndun.

Ég vil geta þess út af ummælum hv. þm. Barð., að ef á að fara að breyta frv., mun ég áskilja mér rétt til að leggja til, að málið verði ekki afgreitt í dag, en vísað til n. til athugunar fyrir 3. umr.