29.11.1946
Efri deild: 23. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Ég vildi aðeins benda hv. þm. Barð. á, að þessi skoðun, sem kemur nú fram hjá honum, um það, að erlendi gjaldeyririnn sé einhvers konar einkaeign útflytjandans, er orðin algerlega úrelt. Einkaeign hans eru þeir fjármunir, sem hann fær innanlands fyrir sínar útfluttu afurðir. En erlendi gjaldeyririnn, sem skapast fyrir útflutninginn, á ekki að skapa útgerðarmönnum nokkra sérstöðu eða sérréttindi, heldur koma til nota þjóðfélaginu í heild sinni.