07.11.1946
Neðri deild: 13. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (135)

55. mál, aðflutningsgjöld o. fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. — Með þessu frv. er ætlazt til, að lögfest verði þau ákvæði Bandaríkjasamningsins, er þykir þurfa að setja sérstök lagaákvæði um. Þau ákvæði varða aðflutningsgjöld, útflutningsgjöld, skatta o.fl. slíkt, sem sérstaklega er rætt um í samningnum. Þetta mál er svo mjög rætt hér á hv. Alþingi, að ég tel óþarft að ræða það hér sérstaklega, en vísa til meðfylgjandi aths., sem eru prentaðar aftan við frv., og leyft mér að óska eftir, að því verði vísað til hv. fjhn.