22.12.1946
Efri deild: 45. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1301 í B-deild Alþingistíðinda. (1478)

124. mál, bátaútvegurinn o. fl.

Gísli Jónsson:

Ég hefði talið réttara, að í þessu frv. hefði verið ákvæði um, að draga mætti frá þau töp, sem orðið hafa hjá síldarútvegsmönnum á síðastliðnum tveim árum, þau sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir, áður en tekið væri fé af þessari atvinnugrein, en þær ráðstafanir, sem felast í þessari brtt., tel ég miklu lakari en þær, sem í frv. eru, og segi ég því nei.

Brtt. 267 samþ. með 11 shlj. atkv.

Frv., svo breytt, samþ. með 13 shlj. atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: KJJ, BrB, EE, GJ, GÍG, HV, HermJ, LJós, LJóh, PZ, SÁO, ÁS, ÞÞ.

PM greiddi ekki atkv.

3 þm. (BK, StgrA, BSt) fjarstaddir.

1 þm. gerði grein fyrir atkv.: