22.12.1946
Efri deild: 45. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1301 í B-deild Alþingistíðinda. (1479)

124. mál, bátaútvegurinn o. fl.

Hermann Jónasson:

Það er auðsætt, eins og komið hefur í ljós í umr., að ráðstafanir til þess að koma útgerðinni af stað, sem eiga að vera til frambúðar, verða ekki gerðar nú. Og aðeins með tilliti til þess, að hér er um tvennt að velja, annaðhvort að stöðva útgerðina um óákveðinn tíma eða að gera þessar bráðabirgðaneyðarráðstafanir, sem þetta frv. kveður á um, — enda þótt ég sé óánægður með það eins og það nú liggur fyrir og telji ýmis ákvæði þess óhyggileg og óréttlát, þá segi ég já.