11.02.1947
Neðri deild: 69. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

166. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1947

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þetta frv., sem er flutt af allshn., er borið fram eftir tilmælum hæstv. forsrh., og gengur það út á það að ákveða, að reglulegt Alþ. komi saman l. okt. n. k. í stað þess dags, sem stjskr. gerir ráð fyrir, 15. febr. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir í frv., að ákveða megi annan dag fyrr á árinu, ef þörf krefur sérstaklega. Eins og kunnugt er, liggja fyrir þessu Alþ. mörg verkefni óleyst, þ. á m. afgreiðsla fjárl., og því augljóst, að ekki er hægt að ljúka störfum þessa þings fyrir tilskildan tíma. Af þessum sökum vill allshn. mæla með því, að frv. verði samþ., en ég skal þó taka fram, að einn nm., hv. 11. landsk., mun fylgja þessu frv. með fyrirvara, sem hann væntanlega mun gera grein fyrir.