13.02.1947
Efri deild: 72. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (1866)

111. mál, Háskóli Íslands

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Ég ætlaði eingöngu að spyrja n., hvernig stendur á því, að þau próf, sem eiga að vera hin mestu lærdómspróf hér á landi, eiga að vera með þeim hætti, að þar eiga engir prófdómarar að vera. Ég hefði haldið, að það væri þeim mun meiri nauðsyn á prófdómurum, eftir því sem lærdómsframinn er meiri, en hér eiga þeir að vera tveir við hið minni háttar próf, að því er manni skilst, en við það, sem veitir hinn mesta lærdómsframa, eiga kennararnir einir að úrskurða. Ég hefði álitið, að þetta ætti að vera öfugt. Það er haft svo mikið við doktorsprófin, að það eru tilkallaðir sérstakir sérfræðingar, að vísu stundum úr deildinni sjálfri, en það horfir allt öðruvísi við, þar er kennarinn ekki að dæma um eigin kennslu, heldur er þar um sjálfstæð vísindaafrek að ræða, en þarna eiga kennararnir að dæma um sína eigin nemendur.

Ég vil biðja hv. n. að taka það til athugunar og umr. á ný, hvort hér er venjulega frá gengið.