27.11.1946
Efri deild: 21. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

40. mál, heimilisfang

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Mér fannst hv. þm. undrast, að ég skyldi ekki hafa framsögu með þessu frv., en efni þess er svo auðskilið. að ég taldi þess ekki þurfa.

Samkomulag var í Nd. að styðja að framgangi þessa máls.

Frv. fer fram á, að þeir starfsmenn ríkisins, sem dveljast erlendis, skuli eiga heimili hér á landi. Hitt er svo annað mál, hvort l. um heimilisfang eru gölluð, en um það er ekki sagt neitt hér. Og eins og ég sagði. vænti ég, að ekki þurfi að vera neinn ágreiningur um, að þessir starfsmenn ríkisins skuli vera skráðir í Reykjavík. nema þeir hafi tilkynnt sig heimilisfasta á öðrum stað. Viðvíkjandi hinu atriðinu, sem hv. þm. benti á, að l. um heimilisfang þyrftu að endurskoðast, hef ég hugmynd um, að sú endurskoðun hafi að einhverju leyti farið fram. Ég hef ekki haft ástæðu til að setja mig inn í það mál, en mun gera það, ef óskað er, og vona. að það þurfi ekki að hindra framgang þessa litla lagafrv., og vænti þess, að það gangi í gegnum d. og fari síðan til n.